Útboð

116. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 12:12:00 (5042)

     Fyrirspyrjandi (Guðjón Guðmundsson) :

    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins bera af mér þær sakir sem komu fram þegar hv. 4. þm. Norðurl. v. sagði að stjórnarþingmenn væru fengnir til þess að flytja hér fyrirspurnir til að ráðherra geti svarað fyrir erfið mál. Þetta er alrangt. Það kom fram í máli mínu áðan, ég veit ekki hvort hv. þm. hefur hlustað á það, að fyrr í vetur hugðist ég flytja frv. um útboð, hafði undirbúið það mál allnokkuð og ræddi það síðan við hæstv. viðskrh. og komst að því að hann væri með það mál sjálfur í undirbúningi í ráðuneytinu. Ég taldi betra að málið kæmi þaðan og þess vegna frestaði ég því. Ég sé ekkert athugavert við það að ég fylgi því eftir með fsp. hér á þessum mundi og mótmæli alfarið svona ásökunum.