Fiskistofa

117. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 17:45:00 (5096)

     Forseti (Björn Bjarnason) :
    Forseti lítur svo á að hér sé um undantekningu að ræða eins og fram kemur í þingskapalögunum og eins og fram kemur í þeirri yfirlýsingu eða skýringu sem forseti las og einnig vegna þeirrar staðreyndar að einn þingmaður getur andmælt þessu og komið í veg fyrir að málsmeðferð sé með þessum hætti þannig að hér er um undantekningu að ræða. Það er alveg ljóst. En varðandi skýringar á því hvers vegna hæstv. sjútvrh. hefur óskað eftir þessu vill forseti beina því til hæstv. ráðherra hvort hann vilji svara þeirri fyrirspurn undir gæslu þingskapa.