Hjúskaparlög

118. fundur
Föstudaginn 03. apríl 1992, kl. 14:10:00 (5135)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það var aðeins smáatriði. Ég heyrði ekki í ræðu hæstv. dómsmrh. að hann skýrði

5. gr. Orðalagið ,,hjúskap lýkur fyrir andlát maka`` vefst eilítið fyrir mér. Kannski er þetta eitthvert venjulegt lögfræðiorðalag. Mér finnst þetta svolítið sérkennilegt. Hvað er átt við með því? Mín máltilfinning er sem sagt sú að það sé áður en maki deyr, þ.e. fyrir andlátið. Mig langar til að spyrja um þetta atriði.