Hjúskaparlög

118. fundur
Föstudaginn 03. apríl 1992, kl. 14:11:00 (5136)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Mín máltilfinning segir að orðið ,,fyrir`` geti táknað eitthvað sem gerist á undan tilteknum atburði en einnig vegna einhvers atburðar og ég hygg að það sé mjög almenn skoðun og almenn tilfinning manna um þetta mjög svo kunna orð í íslensku máli.