Skálholtsskóli

119. fundur
Mánudaginn 06. apríl 1992, kl. 13:37:05 (5165)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en atkvæðagreiðslan hefst vill forseti minna á að við umræður um málið lagði hæstv. kirkjumrh. til að frv. yrði vísað til 2. umr. og til hv. allshn. Hv. 4. þm. Austurl. þótti hins vegar eðlilegra að vísa málinu til hv. menntmn. og lagði fram tillögu um það, en bað auk þess um að forseti hugleiddi málið fram að atkvæðagreiðslu. Forseti telur tillögu ráðherra eðlilega, málið er flutt af kirkjumrh. og varðar kirkjulega starfsemi í Skálholti í framtíðinni. Kirkjumálum skal, skv. 23. gr. þingskapa, vísað til allshn. en um þetta atriði finnst forseta eðlilegast að þingið ákveði með atkvæðagreiðslu. Þegar greidd hafa verið atkvæði um hvort vísa skuli málinu til 2. umr. verða næst bornar upp tillögur um vísun til nefndar, þá fyrst tillaga ráðherra um að málinu verði vísað til hv. allshn. því að hún kom fram fyrr. Verði sú tillaga samþykkt er málið afgreitt en falli tillagan kemur tillaga hv. 4. þm. Austurl. til atkvæða. Þetta vildi forseti láta koma fram áður en atkvæðagreiðslan hefst.