Samkeppnislög

119. fundur
Mánudaginn 06. apríl 1992, kl. 13:45:00 (5168)

     Jóhann Ársælsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs um gæslu þingskapa til að mótmæla viðtali eða staðfestingu á frétt í Morgunblaðinu þar sem hæstv. forseti staðfestir ákveðna hluti sem hafi átt að vera í bréfi frá Alþb. til forseta sem lagt var fram fyrir helgina. Ég vil, með leyfi forseta, lesa upphafið af þessari frétt. Hér segir: Umhverfismálaráðstefna í Río de Janeiro . . .  ( Forseti: Forseti vill aðeins benda hv. þm. á að við vorum í atkvæðagreiðslu og ef hv. þm. vill bíða með að ræða um gæslu þingskapa varðandi þetta atriði þar til atkvæðagreiðslunni væri lokið þá væri forseti þakklátur fyrir það.)
    Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir því að fá að tala um þingsköp og ég get vel fallist á að því verði frestað en mér var gefið orðið. ( Forseti: Forseti hélt að það væri varðandi atkvæðagreiðsluna sem forseti var búinn að tilkynna að væri hafin og mun því gefa hv. þm. orðið strax og henni er lokið.)