Samkeppnislög

119. fundur
Mánudaginn 06. apríl 1992, kl. 13:51:00 (5172)

     Páll Pétursson (um atkvæðagreiðslu) :
    Frú forseti. Ég skildi það svo að þetta frv. hefði komið of seint fram, þ.e. eftir að lögmætur frestur var liðinn. Ef svo hefur ekki verið vona ég að ég verði leiðréttur. Ég sé ekkert á móti því að þetta frv. hljóti umfjöllun á þinginu í vor og verði tekið á dagskrá sem slíkt. Mér finnst hins vegar óeðlilegt að taka það til umræðu strax í dag og ég vildi leggja til að málið yrði ekki tekið til umræðu fyrr en mönnum hefði gefist tækifæri til að fara yfir það nákvæmlega, en sé aftur á móti ekkert á móti því að málið komi til umræðu og er tilbúinn að greiða því atkvæði að afbrigði verði veitt og málið fái að koma á dagskrá.