Samkeppnislög

119. fundur
Mánudaginn 06. apríl 1992, kl. 13:55:00 (5177)

     Steingrímur J. Sigfússon (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég vil alls ekki leggjast gegn því að þetta mál fái umfjöllun á þessu þingi og vil undirstrika það að orð mín ber ekki að skilja svo. Ef menn fallast á það að um tilhögun umræðna um þetta mál þurfi að takast samkomulag þá er ég út af fyrir sig fyrir mitt leyti tilbúinn til að greiða atkvæði um það og styðja það að málið fái að koma á dagskrá þessa þings. En það er ósköp einfaldlega það sem verið er að leita heimildar fyrir, enda eins og ég segi verði það þá rætt í framhaldinu hvenær tímabært sé að taka þetta mál til umræðu, jafnviðamikið og það er og um það takist samkomulag. Í því trausti er ég tilbúinn til þess að greiða því atkvæði að það komi hér fyrir.