Röð mála á dagskrá

120. fundur
Þriðjudaginn 07. apríl 1992, kl. 13:47:01 (5205)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það stendur þannig á að ákveðið var um dagskrár þessarar viku að raða málum niður eftir því undir hvaða ráðuneyti og ráðherra þau tilheyrðu, þ.e. að mál sem t.d. eru á málefnasviði menntmrn. og falla undir þann málaflokk eru á dagskrá þann dag sem hæstv. menntmrh. mælir hér fyrir frv. eins og sést á dagskránni. Og þannig koll af kolli. Þegar hæstv. heilbrrh. mælir fyrir sínum málum munu þingmannamál, sem falla undir þann málaflokk, væntanlega verða á dagskrá.
    Þetta var sett svona á dagskrá fyrir þessa viku og engar athugasemdir gerðar við það. Það var gert til hægðarauka, ekki síður fyrir þingmenn en hæstv. ráðherra. Ég vona að þetta svar sé fullnægjandi fyrir hv. þm.