Röð mála á dagskrá

120. fundur
Þriðjudaginn 07. apríl 1992, kl. 14:05:00 (5216)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Við þessu er mjög einfalt svar. Það fólst ekki í mínum orðum að mér þætti neitt eðlilegt við það að mál sem lögð voru fram á síðasta ári væru ekki komin á dagskrá. En ég sé ekki að það breyti neinu um heppileg vinnubrögð í þá veru sem ég var að lýsa sem er hagkvæmt bæði fyrir viðkomandi þingnefndir og viðkomandi ráðherra. Ég vil því ekki að mín orð séu túlkuð þannig að mér finnist eðlilegt að mál sem voru lögð fram á haustdögum skuli ekki enn þá hafa fengist rædd.