Fjáraukalög 1991

121. fundur
Miðvikudaginn 08. apríl 1992, kl. 16:07:01 (5270)


     Guðrún Helgadóttir (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Það hefur flogið fyrir að þessari umræðu verði frestað í dag og ekki verði frekari umræða en síðan farið eftir kvöldmatarhlé í önnur mál. Þessu vil ég mótmæla harðlega. Það er óþolandi að slíta svo viðamikla og þýðingarmikla umræðu í sundur. Ég vil beina þeim óskum til forseta að eðlileg umræða um þetta mál haldi áfram á

fundi þessa dags og óska eftir að það komi svar við því frá forsætisnefnd hvort það sé rétt að til standi að fresta umræðunni.