Starfsmenntun í atvinnulífinu

125. fundur
Mánudaginn 13. apríl 1992, kl. 13:56:00 (5482)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Það er mikill meinbugur á annars góðu máli að valinn er sá kostur af meiri hluta

félmn. og samkvæmt frv. einnig að láta þennan málaflokk, starfsmenntun í atvinnulífinu, heyra undir félmrn. Skipan starfsmenntaráðs á þess vegum án nokkurra tengsla við menntmrn. gerir ráð fyrir stefnumörkun í starfsmenntun í atvinnulífinu á vegum þessa starfsmenntaráðs sem engin tengsl er ætlað að hafa við menntmrn. Við þingmenn Alþb. hörmum að það skuli reynt að knýja þessa stefnu fram svo arfavitlaus sem hún er en það sýnir hins vegar hug okkar til málsins --- við metum það mjög mikils að það verði reynt að gera átak í starfsmenntun í atvinnulífinu og því munum við ekki bregða fæti fyrir frv. þó að þessar brtt. okkar verði felldar. Ég segi já.