Barnalög

125. fundur
Mánudaginn 13. apríl 1992, kl. 22:59:00 (5518)

     Páll Pétursson :
    Herra forseti. Ég vil láta það koma fram í þessari umræðu að Framsfl. styður þetta frv. Það ætti svo sem ekki að þurfa að taka það fram því undir nál. skrifa án fyrirvara flokksbræður mínir, hv. 2. þm. Suðurl., Jón Helgason, og hv. 2. þm. Vestf., Pétur Bjarnason.
    Hér er um ákaflega vandasama og viðkvæma löggjöf að ræða og reynslan ein sker úr um hvort tekist hefur nógu vel til. Ég tel að þær brtt. sem nefndin flytur á sérstöku þskj. séu til bóta og ég vona að þær nægi til að sníða vankantana af þessu frv. og ég vonast eftir því að sú lagasetning sem hér er unnið að verði þeim sem við hana eiga að búa til heilla.