EES-samningur og íslensk stjórnskipun

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 17:31:00 (5575)


     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Auðvitað væri hugsanlegt og það er það sem hefur verið rætt um fyrr í dag að tvær nefndir starfi að þessu máli. Að sjálfsögðu verður embættisákvörðun utanrrh. ekki breytt. En það sem við erum að tala um er að Alþingi eigi líka nefnd og hafi forustu um sérfærðilega athugun í þessu efni. Og hvað er á móti því að þessi félög tilnefni menn í nefnd eða getur hv. 3. þm. Reykv. kannski hugsað sér að einhverjir aðrir tilnefni menn í nefnd eða þá að utanrmn. Alþingis t.d. komi sér saman um það hverjir skipuðu slíka nefnd? Ég geri ráð fyrir því að hv. flm. þessarar tillögu geti verið til viðtals um það að með einhverjum öðrum hætti verði farið í það af hálfu Alþingis að setja slíka nefnd saman. En aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga sjálft taki ákvörðun í þessu efni en láti ekki utanrrh. einn handvelja menn til að ganga frá jafnmikilvægu máli.