EES-samningur og íslensk stjórnskipun

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 17:32:00 (5576)


     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég gat ekki skilið orð hv. 9. þm. Reykv. öðruvísi en svo en hann ætlaði að breyta 2. mgr. í þessari merku ályktunartillögu. Ég tel að það sé alger óþarfi að vera yfirleitt að ræða þessa tillögu eftir að hæstv. utanrrh. hefur komið fram með þá tilkynningu sem hann bar fram í þinginu í dag. Ég held að þingmenn ættu að geta sæst á þá niðurstöðu að þessir menn vinni að málinu í nafni þingsins og menn eigi að líta þannig á og haga máli sínu þannig í umræðunum að þessir menn starfi ekki síður í nafni Alþingis en ríkisstjórnarinnar.