EES-samningur og íslensk stjórnskipun

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 17:50:00 (5579)


     Flm. (Hjörleifur Guttormsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Sjá ekki betur augu en auga? Hverju er tapað? Hverju töpum við með því að setja á fót annan vettvang til að fara yfir þessi efni, manna sem eru kjörnir af lagadeild Háskóla Íslands og tveimur félögum íslenskra lögmanna? Ég verð að segja það að þær kveðjur sem þessi vettvangur, lagadeild Háskólans, Lögmannafélagið og Dómarafélagið, hafa fengið frá hv. þm. Birni Bjarnasyni eru heldur kaldar. Ég hef litið svo á að ekki síst lagadeild Háskólans, sem gerð er tillaga um að tilnefni formann í nefndina, sé sá vettvangur þar sem fram fari fræðileg umræða og athugun á íslenskri stjórnskipan. Því beri okkur að fylgja þessari tillögu eða taka tillit til sjónarmiða sem gild þykja við nánari athugun í nefnd, að þessi vettvangur komist á sem fyrst.