Lánasjóður íslenskra námsmanna

129. fundur
Miðvikudaginn 29. apríl 1992, kl. 21:24:30 (5682)


     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að við höfum verið að setja þarna fram sjónarmið án þess að það hafi mikinn tilgang að takast á um þau. Við erum að setja fram eitthvað sem við væntum, óttumst, vonumst eftir og ég var að láta í ljós von um að reynslan sýndi ákveðna þætti.
    Aðeins varðandi það sem snýr að þeim sem taka ekki próf á miðjum vetri, hverjir svo sem þeir eru. Ég hef gengið út frá því að það hljóti að verða tekið tillit til þess að viðkomandi fái einhvers konar mat á sinni stöðu. En mér finnst eðlilegt að það verði þá ráðherra sem svarar því hvernig verði farið með það. (Gripið fram í.) Hluti af fyrirgreiðslu námsmanna og mjög stór hluti liggur í úthlutunarreglunum og hefur hingað til verið mjög margt tekið í gegnum þær.