Lánasjóður íslenskra námsmanna

129. fundur
Miðvikudaginn 29. apríl 1992, kl. 22:32:33 (5690)



     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég lít svo á að við séum til þess á hinu háa Alþingi að vinna að málum í nefndum og breyta þeim frumvörpum sem hér kunna að koma fram í þinginu. Ég sé ekkert athugavert við það þó að breytingar séu gerðar á jafnmikilvægu frv. og frv. til laga um Lánasjóð ísl. námsmanna. Ég tel að umræður í þinginu hafi verið málefnalegar og ég veit að þær hafa verið mjög málefnalegar í hv. menntmn. Niðurstaðan er, eins og ég hef margsagt í þessari umræðu, að mínu mati mjög góð og ég tel að það frv. sem verður vonandi samþykkt innan tíðar muni styrkja lánasjóðinn.