Lánasjóður íslenskra námsmanna

129. fundur
Miðvikudaginn 29. apríl 1992, kl. 22:35:06 (5692)


     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. 3. þm. Norðurl. e. skuli lesa svo vel ræður mínar sem raun ber vitni. Það er alveg rétt að ég lýsti ánægju minni með það að frv. um

Lánasjóð ísl. námsmanna skyldi vera komið fram og fagnaði því að menntmrh. hefði unnið svo rösklega að því máli. En ég tók það greinilega fram í minni ræðu hvaða lagfæringar ég teldi að þyrfti að gera á frv.
    Ég tel að með þeirri breytingu sem hv. menntn. gerir tillögu um muni verða tekið tillit til fjölskylduaðstæðna og búsetu í úthlutunarreglum sjóðsins. Brtt. nefndairnnar gera ráð fyrir því og tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það nánar.