Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna í heiminum

130. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 12:08:36 (5751)


     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Svarið við fsp. hv. þm. er nei og ástæðan er sú að þegar um er að ræða málefni sem faglega heyra undir önnur ráðuneyti er sú starfsvenja í Stjórnarráði Íslands að það ráðuneyti sem í hlut á hafi frumkvæði að og beri kostnað af slíkum þýðingum ef ástæða og efni standa til. Þess skal getið að því miður hefur utanrrn. ekki tök á né heldur fjárveitingar til að þýða margar athyglisverðar skýrslur sem unnar hafa verið á vegum Sameinuðu þjóðanna.