Skipaútgerð ríkisins

131. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 15:39:30 (5785)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt hafa eignir Skipaútgerðar ríkisins verið seldar, aðrar en vöruskemma á Grófarbryggju og hið ánægjulega í því sambandi er að eignirnar hafa allar verið seldar við markaðsverði. Í öðru lagi liggur það beint við að samkeppni í innanlandssiglingum hefur aukist og vaxið og eftir því sem ég best veit er hvarvetna mikil ánægja yfir þeirri þjónustu sem Samskip og Eimskip veita nú með ströndinni og er hún síst minni en áður var.
    Nauðsynlegt er að lög um Skipaútgerð ríkisins verði úr gildi felld til þess að hægt sé að leggja þá stofnun niður. Einungis lokauppgjör er nú eftir. Í dag voru þeir munir Skipaútgerðar sem eiga heima á Þjóðminjasafninu afhentir þjóðminjaverði.
    Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð, herra forseti, en legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og samgn.