Varamaður tekur þingsæti

132. fundur
Mánudaginn 04. maí 1992, kl. 13:30:05 (5818)

    
     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 30. apríl 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varamaður Alþb. í Norðurl. v., Sigurður Hlöðvesson tæknifræðingur, Siglufirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegur forseti.
Ragnar Arnalds, 3. þm. Norðurl. v.``


    Sigurður Hlöðvesson hefur áður tekið sæti á þessu þingi og er boðinn velkominn til starfa.