Lífeyrissjóður ljósmæðra

132. fundur
Mánudaginn 04. maí 1992, kl. 15:23:22 (5837)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Þetta frv. til laga er um að leggja niður Lífeyrissjóð ljósmæðra. Rökin fyrir því eru í örstuttu máli þessi:
    Starfsstétt sú sem lífeyrissjóðnum var ætla að sinna er ekki lengur til. Réttindareglur sjóðsins eru löngu úreltar. Sjóðurinn er tómur. Starfandi ljósmæður landsins eiga eðlilega aðild að öðrum almennum lífeyrissjóðum. Engar eignir eru til í sjóðnum og minna en það því í árslok 1990 skuldaði sjóðurinn Tryggingastofnun ríkisins 500 þús. kr. Ef frv. verður samþykkt leiðir samþykktin ekki til neins kostnaðarauka fyrir ríkissjóð því sjóðurinn er samkvæmt 1. gr. gildandi laga eign ríkissjóðs og hann ábyrgist greiðslur úr honum skv. 3. gr. laganna og skuldbindingar sjóðsins eru óverulegar.
    Ljósmæðrafélag Íslands óskar sjálft eftir því að sjóðurinn sem slíkur verði lagður niður. Nefndin

hefur fjallað um frv. og var sammála um að leggja til að það verði samþykkt.
    Undir nál. rita Matthías Bjarnason, Halldór Ásgrímsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Ingi Björn Albertsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sólveig Pétursdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Magnús Jónsson.