Lífeyrissjóður sjómanna

132. fundur
Mánudaginn 04. maí 1992, kl. 19:50:40 (5876)



     Páll Pétursson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég tel ástæðulaust að vera að þæfa þetta lengur í dag og ég vil fara fram á að orðið verði við ósk þeirri sem hefur komið fram hjá tveimur þingmönnum um að málinu verði frestað enda hefur fjmrh. góðfúslega sýnt af sér stjórnkænsku og drenglund eins og hans var von og vísa og er ekki að krefjast þess að umræðu verði lokið um málið. Mér fyndist alveg full ástæða til þess að óska eftir því að

hæstv. sjútvrh. væri líka viðlátinn umræðuna. En ég ætla ekki að fara að gera kröfu um það að sinni. Ég vil bara vona að hæstv. forseti verði við þeirri beiðni sem hefur komið fram og fresti þessu máli núna og taki það síðan fyrir á morgun. Ekki er víst að mjög langan tíma þurfi til þess að klára umræðuna ef það vildi svo ólíklega til að hv. 16. þm. Reykv. væri að gegna þingskyldum sínum og mætti hér til fundar á morgun.