Rannsókn Kjörbréfs

133. fundur
Þriðjudaginn 05. maí 1992, kl. 13:48:00 (5878)

     Frsm. kjörbn. (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur fengið til athugunar kjörbréf Björns Inga Bjarnasonar sem er 2. varaþingmaður Alþfl., Jafnaðarmannaflokks Íslands, í Vestfjarðakjördæmi. Kjörbréfið er gefið út 4. maí 1992 og undirritað af öllum landskjörstjórnarmönnum. Fyrir lá bréf frá 1. varaþingmanni Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, Pétri Sigurðssyni, þess efnis að hann gæti ekki tekið sæti á þingi sökum anna.
    Kjörbréfanefnd telur ekkert athugavert við þetta kjörbréf og mælir með því að það verði tekið gilt.