Vegarlagning og jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar

133. fundur
Þriðjudaginn 05. maí 1992, kl. 14:11:18 (5892)


     Sigurður Hlöðvesson :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka ráðherra fyrir svör hans og ég vil bara ítreka það og taka raunar undir þau sjónarmið hans að það er ólíklegt að á næstunni verði ráðist í jarðgangagerð milli þessara staða, en ítreka þá sérstaklega að það er mjög brýnt að vegarlagning um Lágheiði verði verulega endurbætt til þess að styrkja byggðirnar á þessu svæði.