Lánasjóður íslenskra námsmanna

134. fundur
Miðvikudaginn 06. maí 1992, kl. 15:13:38 (5970)


     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þá skulum við hæstv. menntmrh. taka ákvörðun um það að breyta vaxtatölunni í frv. svo hún verði 1% en ekki 3%. Ef ríkisstjórnin felst ekki á það er hún í raun að lýsa því yfir að hún ætli að hafa svigrúm til að keyra vextina upp í 3%.
    Í öðru lagi svaraði hæstv. menntmrh. ekki þeirri fyrirspurn minni um það hvað eigi að gera við afganginn, 800 millj. kr., um áramót eftir að búið er að loka Lánasjóði ísl. námsmanna á síðari hluta þessa árs. Hvað á að gera við afganginn og af hverju er hann ekki notaður til þess að greiða námsmönnum a.m.k. hluta af haustlánunum haustið 1992?