Lánasjóður íslenskra námsmanna

134. fundur
Miðvikudaginn 06. maí 1992, kl. 15:19:36 (5975)


     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég átti nákvæmlega við það sem fólst í orðum mínum. Mér er ljóst að námslánin eru verðtryggð og það verður engin breyting á því. Ég á við að vextir fara lækkandi í þjóðfélaginu núna af þeirri ástæðu að við búum við lækkandi verðbólgustig frá því sem áður hefur verið. Það munu vera u.þ.b. 800 millj. kr. minna útstreymi úr sjóðnum sem reiknað er með að þessi breyting hafi í för með sér. Það hefur á sinn hátt verið tekið tillit til þessa við fjárlagagerðina. Við erum að laga okkur að því sem ákveðið er í fjárlögum og lánsfjárlögum. Það er alveg ljóst. Það er hægt að gera það með öðrum hætti en er í frv. en við þetta er sem sagt miðað.
    Hvað orðin ,,að jafnaði`` þýða, er einfaldlega það sem orðanna hljóðan segir. Það er ákveðið mat sem stjórnin verður að leggja í hinum einstöku málum.