Lánasjóður íslenskra námsmanna

134. fundur
Miðvikudaginn 06. maí 1992, kl. 19:32:41 (5980)


     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það er ekki rétt tekið til orða hjá hv. þm. þegar hann segir að ríkisstjórnin sé að láta liggja að því að vaxtakjörin geti orðið 1%. Það er einmitt það sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið. Ég hef hins vegar sagt að það sé eðlilegt, við skulum kalla það borð fyrir báru, ef slíkar breytingar verða á vaxtastigi yfirleitt í þjóðfélaginu að ef það fer upp þá er ekkert óeðlilegt að það geri það í þessum sjóði líka sem annars staðar. Ég hef hins vegar sagt og ítreka það enn og aftur að það er ekkert sem bendir til þess nú eða í þeirri framtíð sem við sjáum að þörf verði fyrir hækkun á þeim vöxtum sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið.