Leiga á ökutækjum án ökumanns

135. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 11:42:44 (6011)


     Fyrirspyrjandi (Jón Helgason) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svar hans þó að ekki kæmi fram í því beint svar við þeirri spurningu sem ég bar fram. Að sjálfsögðu er mér ljóst að skráning ökutækja heyrir undir dómsmrn. Hins vegar er hér um að ræða samkeppni við starfsemi sem heyrir undir hæstv. samgrh., þ.e. fólksflutninga með almennum bifreiðum. Það er vissulega óeðlilegt að þarna sé mjög mikið ósamræmi á milli kröfu sem er gerð til þeirrar starfsemi og svo hins vegar þess sem fjallað er um með fyrirspurninni. Því var spurningin til hæstv. samgrh. hvort honum fyndist ekki þörf á að setja þarna skýrari reglur með tilliti til þeirrar starfsemi sem fellur undir hans ráðuneyti.