Skipaútgerð ríkisins

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 14:30:51 (6052)



     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. samgrh. telur að við þurfum ekki að kvarta í samgöngumálum á Vestfjörðum vegna þess að ríkisstjórnin hæstv. hefur dregið úr framlagi til jarðganga um 250 millj. kr. og lætur það koma niður á almennu vegakerfi í landinu, jafnt á Vestfjörðum sem annars staðar. Ég tel að hæstv. ríkisstjórn sé ekkert ofsæl af því að reyna að halda samninga við verktaka sem hún var búin að gera og allir stóðu í þeirri meiningu að ættu að standa.