Skipaútgerð ríkisins

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 15:01:20 (6062)


     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er eins og hv. þm. sé ekki kunnugt að höfuðstöðvar Skipaútgerðar ríkisins voru í Reykjavík og flestir þeir sem hjá henni unnu eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og borguðu skatta og skyldur þangað. Með því að leggja Skipaútgerð ríkisins niður er ekki verið að leggja niður fyrirtæki sem hafði höfuðstöðvar sínar úti á landi, eins og hv. þm. gaf í skyn. Staðreyndin er sú að flutningar með ströndinni hafa gengið vel og það er skylda okkar, sem að þessum málum vinnum, að reyna að draga úr þeim þjóðfélagslega kostnaði sem því fylgir að halda uppi sómasamlegri þjónustu við landsbyggðina.