Skipaútgerð ríkisins

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 15:03:00 (6064)


     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér fannst koma fram í svörum og andsvörum þeirra Austfirðinga og sérstaklega í máli hv. þm. Gunnlaugs Stefánssonar . . . ( Forseti: Þingmaðurinn á fyrst og fremst að veita andsvar við ræðu hv. 2. þm. Austurl., svo það sé enginn misskilningur.) Virðulegi forseti. Hv. þm. Gunnlaugur Stefánsson tók það fram við hv. þm. Jón Kristjánsson að hann treysti Samskipum fullkomlega til að halda uppi þjónustunni. Ég vil aðeins minna þá sem hér eru inni núna, þeir voru e.t.v. ekki allir áðan þegar ég flutti mína ræðu, að það er upplýst að Samskip munu ekki halda áfram að þjóna landsbyggðinni eftir fyrstu tilraunirnar til þess vegna þess að margir staðir sem þeir hafa byrjað að þjóna skila ekki hagnaði. Sú stefna sem hæstv. ríkisstjórn hefur, þ.e. frjáls samkeppni á öllum sviðum, gildir ekki í því tilfelli

sem við höfum verið að tala um.