Skipaútgerð ríkisins

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 16:14:28 (6080)



     Eyjólfur Konráð Jónsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja þessar umræður mikið. Það stendur allt sem ég hef sagt og sessunautur minn, ég hef ekki talað við neinn annan, hv. þm. Páll Pétursson man það mætavel að ég vann að því að það væru Samskip sem fengju að kaupa þetta fyrirtæki úr því að það var til sölu en ekki Eimskip. Þetta man hann og það muna og vita allir að þannig var þetta vaxið. Það var ekki vilji ráðherrans að neinn annar fengi skipið en þetta ,,fyrirtæki úti í bæ`` sem ég er að nefna, hæstv. ráðherra kallaði fyrirtækið úti í bæ. ( Landbrh.: Þetta er ósatt.) Hvað er ósatt, ráðherra? Hvað er ósatt? Hann er orðlaus.