Náttúrufræðistofnun Íslands

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 17:31:28 (6091)

     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Mér kemur dálítið á óvart í þessu stóra máli að fram eru komnar brtt. á þskj. 829 frá hv. 3. þm. Reykn. Eftir því sem mér sýnist ætlar hann ekki að tala fyrir þessum brtt. Þarna er um grundvallarbreytingu að ræða á frv. og ég óska eftir, hæstv. forseti, að umræðunni verði frestað þangað til

hv. flm. brtt. er hér í sal til að eiga við hann orðastað um rök hans fyrir þeirri meginbreytingu að í stað fimm setra verði setrin tvö ásamt fleiri breytingum. Ég get alveg verið sammála hv. 3. þm. Reykn. um tillögu hans. Ég lýsti við 1. umr. aðeins efasemdum um að málið yrði í því umfangi að setrin yrðu fimm. En áður en lengra er haldið óska ég eindregið eftir því að fá umræður um málið. Það er afar óvenjulegt á hinu háa Alþingi að nefndarmenn í viðkomandi nefnd flytji grundvallarbreytingu og hafi ekki svo lítið fyrir að sýna hv. þm. þá virðingu að mæla fyrir tillögu sinni og útskýra hver rök liggja að baki henni. Ég óska því eindregið eftir að umræðunni verði frestað ef hv. þm. Reykn. er ekki í húsinu.