Náttúrufræðistofnun Íslands

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 17:37:12 (6094)



     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og fram kom í máli hv. 5. þm. Norðurl. e. var málið tekið til umræðu með vitund hv. 3. þm. Reykn. og verður reynt að ljúka henni í dag. Þar sem hv. 3. þm. Reykn. hafði fjarvistarleyfi í dag og gat ekki verið hér af óviðráðanlegum ástæðum þá sætti hann sig við að mæla ekki fyrir brtt. en að sjálfsögðu koma þær til atkvæða þegar atkvæðagreiðsla fer fram um málið.
    Nú er náttúrlega ekki hægt að skylda þingmann, í þessu tilfelli hv. 3. þm. Reykn., til að taka þátt í umræðu. Hann er fjarstaddur. En ég vil þá spyrja hv. 14. þm. Reykv. hvort hún sættir sig ekki við þá niðurstöðu að það sé með vitund hv. 3. þm. Reykn. að málið verði afgreitt þrátt fyrir fjarveru hans af óviðráðanlegum ástæðum.