Náttúrufræðistofnun Íslands

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 17:37:29 (6095)


     Guðrún Helgadóttir (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Málið snýst ekki um það hvort hv. 3. þm. Reykn. hefði sætt sig við að málið yrði afgreitt í dag eða að 2. umr. yrði lokið. Ég óska eftir að spyrja hann spurninga í frekari umræðu og ég hlýt að eiga allan rétt á því. Hann hefur gefið ástæðu til þess og því óska ég eftir að umræðu verði ekki lokið. Ég á engan kost á að taka til máls í atkvæðagreiðslu. Ég óska því eftir að málinu verði frestað svo ég og hv. 3. þm. Reykn. getum átt orðastað um þessa brtt. Ég er ekkert að amast við því að hann hafi af einhverjum ástæðum ekki getað verið hér í dag en það hlýtur að vera réttur þingmanna að ræða við þingmanninn um brtt.