Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 11:58:02 (6137)


     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Meginmunurinn á tillögu minni hlutans og tillögu meiri hlutans við 1. gr. frv. er sá að minni hlutinn vill að í textanum sé komið fyrir orðunum jafnrétti til náms en meiri hlutinn talar um tækifæri til náms. Við framsóknarmenn teljum að það sé meginmunur á þessari túlkun minni hlutans og meiri hlutans. Eins viljum við ganga lengra í því að tryggja það að verknám verði lánshæft. Ég segi já.