Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 12:35:18 (6152)


     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Hér er komið inn á lántökugjald og það er tillaga okkar í minni hlutanum að fellt verði út ákvæði þess efnis að sjóðstjórn sé heimilt að innheimta lántökugjald. Í þeim útreikningum sem við höfum haft til grundvallar í okkar vinnu í hv. menntmn. hefur verið reiknað með því að þetta lántökugjald geti verið 1,2% þannig að með samþykkt þessa frv. bætist það ofan á þá vexti sem frv. heimilar sem geti verið allt að 3%.
    Ég hef verið málefnaleg í þessari umræðu um lánasjóðinn og hef talað um það að við framsóknarmenn höfum verið tilbúin að versla við ríkisstjórnina, við meiri hlutann, í sambandi við brtt. og við leggjum ekki jafnþunga áherslu á allar þær brtt. sem lagðar eru fram af meiri hlutanum. Alvarlegasta ákvæðið sem tekið verður í gildi með breytingu þessara laga er um eftirágreiðslur og vexti. Mér finnst lántökugjaldið ekki það allra alvarlegasta en samt sem áður munum við framsóknarmenn greiða atkvæði með þessum lið. Ég segi já.