Umræður um skýrslur

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 14:23:38 (6168)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti tekur undir það að tíminn er naumur, miðað við þá starfsáætlun þingsins sem væntanlega verður hægt að standa við, og forseti veit af þeim skýrslum sem hv. þm. nefndi og hefur verið með það í undirbúningi hvenær við gætum tekið þær á dagskrá og til umræðu og mun gera það sem hægt er til þess að svo megi verða. Forseti hefur m.a. rætt það við hæstv. sjútvrh. og hann er tilbúinn að flytja sína skýrslu munnlega og verður væntanlega hægt að verða við því. Forseti þorir ekki að dagsetja það eða tímasetja á þessu augnabliki, en það mun verða gert svo fljótt sem verða má og í góðu samráði við hv. þingmenn.