Umræður um skýrslur

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 14:26:02 (6171)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og forseti hefur áður nefnt veit hún um allar þær skýrslur og önnur mál sem óafgreidd eru. Væntanlega mun gefast tækifæri til að ræða um þinghaldið og hvernig það má fara fram þessa síðustu viku sem fram undan er og finna þá leiðir til að leysa úr þessum málum eftir bestu getu og í góðu samráði við formenn allra þingflokka. En eins og hv. þingmenn vita væntanlega eru aðrar viðræður í gangi milli formanna þingflokka um þinghaldið sem snýr að öðru stóru máli. Þegar það liggur fyrir, sem væntanlega verður fyrr en seinna, gætum við tekið til við að ræða það hvernig við getum lokið þessu í næstu viku.