Starfsmenntun í atvinnulífinu

138. fundur
Laugardaginn 09. maí 1992, kl. 10:52:00 (6200)



     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Sú samtenging starfsmenntunar í atvinnulífinu og fullorðinsfræðslu sem þessi brtt. felur í sér er þegar fyrir hendi. Ráðuneyti menntamála og félmrn. hafa með sér formlegt samstarf á sviði fræðslumála. Fulltrúi félmrn. á sæti í svonefndri samstarfsnefnd um fullorðinsfræðslu á vegum menntmrn. Þetta er það fyrirkomulag sem félmrn. á sínum tíma og menntmrn. þegar hv. þm. Svavar Gestsson var menntmrh. gerðu með sér samstarf um. Ég legg áherslu á að málið verði afgreitt með þessum hætti og ítreka líka að um er að ræða frv. sem er byggt á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og er liður í kjarasamningunum núna að frv. nái fram að ganga eins og meiri hluti félmn. hefur lagt til. Því legg ég eindregið til að brtt. verði felld.