Vistfræðileg þróun landbúnaðar á Íslandi

138. fundur
Laugardaginn 09. maí 1992, kl. 13:38:59 (6228)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hv. frsm., 3. þm. Austurl., hans góðu undirtektir. Ég mun að sjálfsögðu sjá til að ósk mín verði ekkert til að tefja málið neitt frekar heldur aðeins að umhvrn. fái að koma að þessu máli. Ég get vel hugsað mér að það verði þá þannig gert að starfsmaður eða starfsmenn ráðuneytisins kæmu á stuttan fund hjá landbn. og greindu frá skoðunum ráðuneytisins á þessu máli vegna þess að verði till. samþykkt og framkvæmd, eins og auðvitað hlýtur að verða eðlilegt framhald málsins, hlýtur ráðuneytið að koma að því verki sem unnið verður ásamt öðrum.