Flugmálaáætlun 1992--1995

138. fundur
Laugardaginn 09. maí 1992, kl. 14:13:48 (6238)


     Egill Jónsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vildi rétt árétta út frá því sem kom fram áðan, að formanni samgn. hefði ekki verið fullkunnugt um að kjördæmahópar fjölluðu um málefni flugmálaáætlunar, að það hefur reyndar verið svo þau ár síðan ég kom til Alþingis að það hefur verið fjallað um þau málefni í þingmannahópunum,

fyrst við fjárlagagerð meðan sá háttur var hafður á og síðan í framhaldi af því þegar flugmálaáætlun hefur verið gerð. Ef menn vilja fara nákvæmlega rétt að hlutunum hefði verið einfaldur kostur að setja inn á þessa flugmálaáætlun það sem stóð á hinni flugmálaáætluninni um fjárveitingu til flugbrautar í Hornafirði því að það fjármagn hefur farið til að byggja tækjageymsluna og tækjageymsluframkvæmdinni ber þó alla vega að skila því fjármagni til þverbrautarinnar. Það var hægur vandinn að setja þetta upp með réttum hætti þó að reikningslega væri e.t.v. ekki búið að gera upp dæmið um kostnað á tækjageymslunni.