Almennar stjórnmálaumræður

140. fundur
Mánudaginn 11. maí 1992, kl. 20:30:00 (6266)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 30 mínútur til umráða sem skiptast í tvær umferðir, 15--20 mínútur í fyrri umferð og 10--15 mínútur í þeirri síðari. Röð flokkanna verður í báðum umferðum: Framsfl., Sjálfstfl., Alþb., Alþfl. og Samtök um kvennalista.
    Ræðumenn flokkanna verða, fyrir Framsfl.: Steingrímur Hermannsson, 7. þm. Reykn., og Stefán Guðmundsson, 4. þm. Norðurl. v., í fyrri umferð og Finnur Ingólfsson, 11. þm. Reykv., og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, 6. þm. Norðurl. e., í síðari umferð.
    Ræðumenn Sjálfstfl. verða í fyrri umferð: Davíð Oddsson forsrh. en í síðari umferð: Sólveig Pétursdóttir, 6. þm. Reykv., og Sturla Böðvarsson, 1. þm. Vesturl.
    Fyrir Alþb. tala í fyrri umferð: Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., og Margrét Frímannsdóttir, 4. þm. Suðurl. Í þeirri síðari talar Svavar Gestsson, 9. þm. Reykv.

    Fyrir Alþb. tala í fyrri umferð: Jón Baldvin Hannibalsson utanrrh. og Jóhanna Sigurðardóttir félmrh. en Karl Steinar Guðnason, 6. þm. Reykn., í síðari umferð.
    Af hálfu Samtaka um kvennalista tala Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf., og Kristín Einarsdóttir, 15. þm. Reykv., í fyrri umferð en Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9. þm. Reykn., í þeirri síðari.