Viðlagatrygging Íslands

141. fundur
Þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 16:53:00 (6327)


     Sturla Böðvarsson :
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðuna. Ég ætla aðeins að koma því á framfæri, sem segir í umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga um frumvarpið en mjög hefur verið vitnað til þeirrar umsagnar. Þar segir, með leyfi forseta:
    ,,Ekki er ástæða til þess að gera athugasemdir við þá stefnumörkun sem felst í frv. en rétt þykir að koma eftirfarandi hugleiðingum eða ábendingum á framfæri um einstakar frumvarpsgreinar.``
    Ég tel að þótt sambandsstjórnin hafi komið fram ábendingum sé nauðsynlegt að það komi fram við umræðuna að þeir leggjast ekki gegn frv.