Lífeyrissjóður sjómanna

141. fundur
Þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 18:21:25 (6338)


     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. 6. þm. Norðurl. e. talaði hér um að rekstur ýmissa lífeyrissjóða væri afar dýr og væri oft tugir prósenta ( JGS: Ekki oft.) já, að fyrir kæmi að hann væru tugir prósenta af iðgjaldatekjum. Ég vil þess vegna upplýsa að reksturinn sem Tryggingastofnun ríkisins annast á Lífeyrissjóði sjómanna er einungis 2,2% af iðgjaldatekjum og þess vegna tel ég ekki til sparnaðar að flytja sjóðinn þaðan.