Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja

142. fundur
Þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 23:16:32 (6363)


     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Í mínu svari, eins og ég tók fram, fjallaði ég sérstaklega um þá þætti sem beindust að mér og formanni Alþfl. en tók undir öll þau sjónarmið varðandi efnisatriði málsins sem hæstv. sjútvrh. hefur rakið mjög ítarlega. Málin eru nú til meðferðar í ríkisstjórninni. Það er ekki um það að ræða að

menn séu að horfa á þessa hluti aðgerðalaust. Meginverkefnið var þó þetta sem við höfum þegar gert, að tryggja stöðugleikann, lága verðbólgu, slaka á raungenginu hægt og sígandi, ekki með gengisfellingum heldur með minnkandi útgjöldum hér innan lands, minni heldur en það sem erlendis gerist. Aðrir þættir eru einnig til skoðunar hjá ríkisstjórninni.