Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja

142. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 00:40:00 (6379)



     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Hæstv. sjútvrh. tíundaði ýmis atriði sem hefðu átt að stuðla að betri afkomu í sjávarútvegi. Hann sagði að það yrði að gera í smáum skrefum og það hefði verið gert. Nú kom ekki fram hver þessi smáu skref fram undan eru. Með tilliti til þess sem gerst hefur þar sem niðurstaðan af því er sú að vinnsla botnfiskafla er núna rekin með 8% halla að meðaltali að mati Þjóðhagsstofnunar og 10% eftir því sem samtökin segja, vil ég spyrja hæstv. sjútvrh. að því hvort hann óttist ekki að með áætlunum um svo fá og smá skref muni hann innan ekki mjög langs tíma standa á rústum allt of margra sjávarútvegsfyrirtækja, þeirra sem hann sagði fyrir skömmu síðan að stefndu í gjaldþrot, þ.e. 60% af sjávarútvegsfyrirtækjum.