Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja

142. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 01:54:44 (6393)


     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil fá staðfestingu á því að ég hafi tekið rétt eftir. Hæstv. utanrrh. talaði um að einkaleyfakerfið væri úrelt og hann talaði um að samtök fiskframleiðenda gætu tekið það hlutverk að sér og hann talaði um að þeir hefðu ráð til að taka á þeim mönnum sem væru með undirboð. Mig langar til þess að fá skýringar á því hjá hæstv. ráðherra hvort menn eigi að vera skyldugir til að vera í einhverjum samtökum og hvort hann er að tala um að þessir aðilar, samtök fiskframleiðenda sem hópur eða félag, eigi að hafa einkaleyfi á að flytja út eftir að hið nýja kerfi yrði tekið upp.